Samspil öryggis, gæða & framboðs

ÁBYRGAR VEIÐAR

Við leggjum mikla áherslu á þekkingu og reynslu okkar sjómanna ásamt vottuðum vinnsluaðferðum til að færa fiskinn á öruggan hátt í höfn.

KRAFTMIKIL VINNSLA

Gegnum okkar kraftmikla starfsfólk og með hátæknilegum framleiðslubúnaði gerum við fiskinn tilbúinn fyrir okkar viðskiptavini.

FERSKAR AFURÐIR

Við færum heiminum heilnæman fisk sem aflað er úr hreinu hafinu umhverfis Ísland, unnin er með hreinni orku og er fluttur út ferskur með flugi.

Nýsköpun & ný upplifun

Stakkavík hefur skapað vinsæla nýsköpun í ferðaiðnaði sem hefur vakið athygli ferðamanna í Grindavík. Hjá Stakkavík geta bæjarbúar jafnt sem innlent og erlent ferðafólk upplifað íslenska fiskvinnslu.

760

Áætlaðar veiðiferðir á ári

1740

Áætluð árleg störf frá stofnun

6120

Áætluð tonn veidd á ári

Styðjum uppbyggingu

Stakkavík hefur ávallt verið í fararbroddi við að styðja við og styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Grindavík. Styrkar stoðir skila sjálfstrausti og skemmtun í íþróttaiðkun sem hefur stuðlað að frábærum árangri Ungmennafélags Grindavíkur ár eftir ár.

Framsækinn bær

Grindavík er rúmlega 3100 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Grindavík er vinsælasti ferðamannastaður landsins enda Bláa Lónið í anddyri bæjarins. Grindavík er fjölskylduvænn bær og einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum.

HRINGDU Í OKKUR

420 8000

SENDU OKKUR PÓST

stakkavik@stakkavik.is

Fyrirtækið

Stakkavík ehf.
Kt. 480388-1519
stakkavik@stakkavik.is
420 8000
420 8001 (Fax)

Heimilisfang

Bakkalág 15b
240 Grindavík
Ísland


Stakkavík ehf.         Allur réttur áskilinn 2017