UPPLIFÐU ÍSLENSKA FISKVINNSLU

Hjá okkur upplifir þú fiskvinnslu á einstakan og bragðgóðan hátt. Við leiðum þig í gegnum veiðina og vinnsluna ásamt því að gæða þig á afurðinni í þægilegum veitingasal.
Fiskur verður bara ekki ferskari en þetta!

Lifandi fiskvinnslusýning

Xperience Fish er tækifæri fyrir ferðafólk, vinnuhópa, saumaklúbba, starfmannafélög og aðra hressa hópa sem vilja upplifa hvernig íslensk fiskvinnsla fer fram.

Sýningin fer fram í fiskvinnsluhúsnæði Stakkavíkur í Grindavík meðan á vinnslu stendur og tekur um 80 mínútur með mat.

Hér fyrir neðan er hægt að senda okkur fyrirspurn um mögulega bókunartíma fyrir þinn hóp.
Sýningar fara fram á hverjum virkum degi milli 08:30 og 14.00 fyrir hópa frá 10 - 60 manns.
Tökum einnig á móti smærri hópum þegar hægt er.

Bjóðum uppá fisklausar veitingar sé þess óskað.

Hverju máttu eiga von á?

Sýningin er létt, fersk og upplýsandi en fyrst og fremst áhugaverð fyrir þá sem ekki þekkja fiskvinnslu. 

Kynning & heimildarmyndband

Við byrjum á því að kynna fyrirtækið okkar fyrir hópnum og sýnum myndband frá veiðinni. Í myndbandinu er ferlið frá því að lagt er úr höfn, fiskurinn veiddur og fluttur í vinnslu. Neðansjávarmyndir af fiskunum eru afar áhugaverðar.

Fiskvinnsla í beinni upplifun

Næst er hafið sig til og farið út á pallinn þegar vinnslan er í hámarki. Hér færðu að upplifa hvernig daglegur dugnaður í fiskvinnslufólki fer fram meðan við förum yfir vinnsluferlið á afurðunum.  

Sjávarréttasúpa úr vinnslunni

Nú er tími til að slaka á og njóta afurðarinnar sem vinnslan færir heiminum. Við bjóðum uppá  heimalagaða sjávarréttasúpu með ferskum fisk beint úr vinnslunni. Á meðan þú nýtur veitingana bjóðum við uppá heimildamynd um fiskvinnslu í heimabyggðinni okkar Grindavík. 

Algengar spurningar

Komdu endilega í þeim fötum sem klæða þig best eða þeim sem þér líður best í. Við mælum þó með að þú hafir síðerma flík meðferðis þar sem loftið í vinnslusalnum kann að vera svalt. Við útvegum þér svo hlífðarföt þegar farið er út á pallinn.

Svo framar að þú hellir ekki drykk yfir þig ertu alveg laus við að blotna innandyra hjá okkur. Sýningin fer að mestu leyti fram í okkar veislusal þar sem eina bleytan eru svalir eða heitir drykkir sem við bjóðum uppá. Pallurinn er hátt fyrir ofan vinnsluna svo að engin/nn blotni.

Við höfum ekki leyfi til að fara með hópa niður í vinnslusalinn vegna hreinlætismála. Það er því ekki hluti af okkar sýningu að þú getir komið við eða unnið fiskinn sjálf/ur. Hafir þú hins vegar sérstakar óskir um að snerta eða vinna fiskinn máttu endilega læða því að okkur og við sjáum til hvað við getum gert fyrir þig.

Við bjóðum uppá fisklausa súpu ef þú ert með ofnæmi fyrir sjávarréttum eða hefur ekki lyst á fiskiréttum. Veitingar eru ávallt valkvæðar fyrir hópa en við mælum eindregið með því að enda sýninguna á því að gæða sér á ferskri íslenskri sjávarafurð.

HRINGDU Í OKKUR

420 8000

SENDU OKKUR PÓST

stakkavik@stakkavik.is

Fyrirtækið

Stakkavík ehf.
Kt. 480388-1519
stakkavik@stakkavik.is
420 8000
420 8001 (Fax)

Heimilisfang

Bakkalág 15b
240 Grindavík
Ísland


Stakkavík ehf.         Allur réttur áskilinn 2017